Áramót - 01.03.1908, Síða 12
i6
undantekningarlaust snertir liann sjálfan—drott-
in Jesúm Krist—ekki að eins óbeinlínis, heldr
beinlínis. Auðvitað kemr þá til greina bæði hvað
hann var og er og verðr til eilífðar, og í annan
stað, hvað hann á dögum jarðneskrar lioldsvistar
sinnar framkvæmdi og hvílíkan boðskap hann þá
flutti og hefir síðan fyrir heilagan anda sinn
haldið áfram að flytja mönnum hér í heimi. Með
öðrum orðurn: hið einstaklega eðli hans, hin ein-
staklega æfi hans hér á jörðu, hih einstaklega
kenning hans og það, á hve einstaklegan hátt
hann lifir og starfar í mannkynssögunni liér í
heimi eftir að hann er líkamlega héðan horfinn
inn í eilífðina. Að því leyti, sem eitthvað annað
en það, er nú var bent til, er tekið fram í hinum
kirkjulegu trúarjátningum, þá má það í rauninni
allt missa sig þaðan; allt slíkt þar óþarft, að eins
til að villa fyrir. Samkvæmt hugsjón sinni eru
trúarjátningar kirkjunnar nokkurskonar veifur
eða flögg, sem blakta uppyfir helgidómi drott-
ins Jesú hér á jörðinni, og benda skýrt og beint á
hann, eða myndina af honum, sem trúin varðveit-
ir í sálum þeirra, sem tekið liafa sér andlega
byggistöð í þeim helgidómi. Eða: trúarjátning-
arnar eru liermerki, sem lærisveinar Jesú ganga
undir eða láta fyrir sér borin í baráttu þeirri, er
þeir hljóta í að eiga gegn ranglæti, villu og synd
hér í heimi hans vegna. I slíku merki má ekkert
vera óákveðið, dauft eða óskýrt. Ekkert þar,
sem hætt sé við að rugli menn, deyfi andlega sjón
manna eða leiði menn inn f þokuna. Öllum verðr
að vera vel ljóst, hvað það er, sem kristnir menn
eru að berjast fyrir, og hins vegar, móti hverju