Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 58
62
kalla lokar liinu heilaga ritsafni Israelskirkjunn-
ar ? Hafi verið að því komið þá, að annað skyldi
koma í þess stað, hví svo sterklega að brýna fyr-
ir almenningi nauðsyn þess að eftir því væri lif-
að svo að kalla á seinustu stund? Hafi það verið
að komið dauða þá, liví að láta það birtast með
eldlegu letri á seinustu blaðsíðu hinna fornu
helgu ritninga?
Nei, vinir! tíundar-lögmálið lifir enn og er
í fullu gildi; það er andlegt ákvæði, og hlýðni við
það varðar meiru en vér getum gert oss grein
fyrir. Eg leyfi mér að minna á það, sem í þeirri
bók, aftast í gamla testamentinu, stendur ritað
um það mál:
„Alt í frá dögum feðra yðvarra hafið þér
vikið frá mínum skipunum og ekki gætt þeirra.
Snúið yður aftur til mín; þá vil eg snúa mér til
yðar, segir drottinn allsherjar. En þér spyrjið:
Að hverju leyti eigum vér að snúa aftur við ?
„A maðurinn að pretta guð? Þér spyrjið:
„1 hverju höfum vér prettað þig?“ f tíundum og
lyftingarfórnum.
„Stór óblessan liggur fyrir vður, því að þér
prettið mig, og það jafnvel öll þjóðin.
„Flytjið alla tíundina í vistaklefann, svo að
nóg vist sé til í húsi mínu, og vitið svo til, segir
drottinn allsherjar, hvort eg skal ekki uppljúka
fyrir yður gluggum himinsins og úthella yfir yð-
ur svo mikilli blessan, að ekki mun fyrir hana
vera nógu stórt rúm.“
Spámaðurinn vítir lýðinn fyrir það, að hann
pretti guð. Menn hafa ekki borið fram þann
skerf, er þeim bar samkæmt fyrirmælum lögmáls-