Áramót - 01.03.1908, Síða 87
9i
viðara hefir verið að komast að fnllnaðar-niður-
stöðn um ýms atriði, fyrir þá sök að ýmsa kafla,
sem sumir ‘rannsóknarmenn’ eigna einum höf-
undi í skifting ritanna, telja aðrir annan höfund
hafa ritað. Sumir þykjast þekkja sama rithátt
og orðfæri í öðrum bókum gamla testamentisins,
sem auðkennir J ritið. Aðrir þverneita því.
Hér verður hver að ráða því fyrir sig sjálf-
an, hver „hin óyggjandi niðurstaða hinna vís-
indalegu rannsókna“ muni vera.
En þó að ágreiningur um ritin sjálf, eins og
þau eru í „bókunum sex“, hafi komið upp meðal
‘ rannsóknarmanna ’, er það minst. Það koma í
öðru lagi tilgátur um hin upphaflegu heimildar-
rit. Það var auðveldast að eiga við fjögur ritin
J, E, D, P. En ‘kritíkin’ gat ekki þar numið
staðar. Hún neyddist til að halda áfram þeim
aðferðum í skifting rita, sem hún hafði byrjað á,
og stutt „niðurstöðu“ sína við. Nú var ritunum
skift niður í smærri brot. „Redactor“ (R sá,
sem lagar til, safnar o. s. frv.) átti að hafa bætt
þar ýmsu við. Ritunum var nú deilt niður í brot
eftir tölu höfundanna. Voru nú brotin eftir
ýmsa höfunda táknuð með stöfunum: Jl, J2, J3,
Él, E2, E3, E4; Pl, P2, P3, P4; Rl, R2, R3. Það
voru orðnir fjórtán höfundar að þremur ritum!
Sem dæmi má benda á, hvernig einu versi (Gen.
7, 9) var skift:
Tvent og tvent Jcom til Nóa í örkina, karl-
kyns og kvenkyns, eins og guð hafði boðið Nóa.
„Tvent og tvent“ ritað af ‘Redactor’;
„kom til Nóa í örkina“ ritað af J;