Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 118
122
leyst af hendi ætlnnarverk sitt En eg
ætla að halda mér við orð Jesú sjálfs. Og eg
spyr: Er það skynsamlegt og sanngjarnt að
leggja annan skilning í þau en þann, sem bein-
ast liggur við! leyfa menn sér að fara svo með
annara orð! vilja menn láta fara svo með sín
orð! Hvað er eðlilegra og hvað liggur beinna
við, en að taka þau orð eins og þau eru töluð
og leggja í þau hina venjulegu merkingu þeirra,
þegar ekki liggur í augum uj)pi, að um líkingar-
mál er að ræða! Og ef það er gjört, ef ráðvand-
lega og skynsamlega er með þau farið, eru þau
þá ekki nógu skýr og greinileg til þess að sann-
færa hvern hleypidómalausan mann um það, að
Jesús hélt því hiklaust fram, að hann væri guð-
legs eðlis! Annaðhvort finst mér að menn verði
að gefast upp við að botna nokkurn skapaðan
hlut í því, sem liann sagði um sjálfan sig,, eða þá
viðurkenna að hann hafi áiltið sig sannan guð, í
alveg einstöku sambandi við föðurinn á himnum.
Og sé svo, þá er næsta spurningin þessi:
TTafði hann þar rétt að mælaf Til svars því
þarf eg ekki að benda á það, live sterkan blæ
sannleikans orð hans hafa; og heldur ekki til
þess, hvernig þau hafa, síðan þau voru töluð,
verið óteljandi mönnum, kynslóð eftir kynslóð,
uppspretta huggunar og gleði, trúar og trausts,
uppbyggingar og styrks; hvernig þau hafa
siálf sannfært beztu og vitrustu menn um sann-
leiksgildi sitt, og verið sterkasta aflið í menn-
ingarbaráttu og framsókn mannkynsms. T>ar
nægir að benda á einn sögulegan viðburð, sem
hann hvað eftir annað vitnaði til sjálfur fyrir-