Áramót - 01.03.1908, Side 84
88
orðið Jehóva, en á öðrum stöðum orðið Elohirn
látið tákna „guð“. Þetta taldi hann benda á, að
tvö frumrit lægju þar til grundvallar.
Skömmu síðar, 1779, sýndi Eiehliorn fram á,
að Jehóvista og Elohista ritin væru næsta ólík að
orðfæri.
l)e Wette færði rök fyrir því árið 1805, að
fimta Mósesbók, Deuteronomium, hefði ekki ver-
ið rituð fyr en á tíð Jósía konungs, og hefði hún
sín sérstöku einkenni. Nú voru hinar Mósesbæk-
urnar ásamt Jósúabók teknar til íhugunar. Það
voru „bækurnar sex“ (Hexateuch).
Árið 1853 kom Hupfeld upp með það, að El-
ohista-ritið í fyrstu Mósesbók væri samsett af
tveimur ritum, og annað ritið væri að orðfæri líkt
Jehóvista-ritinu. Fyrra ritið var auðkent með
stafnum E, liitt með P.
Féll nú hin fyrri skoðun ‘kritíkarinnar’, að
ritið væri eitt óskift frumrit.
Síðasta stigið í rannsóknunum er hið mark-
verðasta. Eitin voru auðkend með fyrstu stöf-
unum í nöfnum þeirra. P ritið var talið elzt, síð-
an J, E, 1). Þá kom Graf, 1866, og kvað það alt
vera öfugt. E ritið kvað hann vera elzt, því það
geymii sögu þjóðarinnar. Lagaritin urðu til eft-
ir hans skoðun eftir herleiðinguna, rúmum fimm
hundruð árum fyrir Ivrist.
Hann ímyndaði sér, að í sögu þjóðanna væri
saga þeirra fyrst færð í letur, og lög væru skráð
löngu síðar. Þetta var að sönnu tilgáta ein, en með
henni áttu Mósesbækurnar að standa eða falla.
Samt urðu margir á þessari skoðun hans. Hin-
um fræga Wellhausen varð að orði: „Eg fékk