Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 122
I2Ö
mál í stuttum fyrirlestri. Eg verð því að sleppa
því í þetta sinn, og reyna heldur að setja fram
þá skoðun á hinni guðmannlegu persónu frels-
arans, sem mér hefir fundist sennilegust eða
benda helzt í áttina til réttrar úrlausnar.
Til þess að guðs eingetinn sonur gæti lifað
mannlegu lífi hér á jörðu, varð hann að lítil-
lækka sjálfan sig, eða afklæðast guðdómsdýrð-
inni, eins hún kemur fram gagnvart heiminum.
Hann afklæddist ekki guðdómsverunni, það er
að segja, hann hætti ekki að vera sannur guð,
sleit ekki eilífu sambandi sínu við föðurinn og
andann; hann hætti ekki að vera eilífur, heilag-
ur og algóður, því þá hefði hann með því afneit-
að guðdómi sínum. En hann afklæddist þeim
guðdómlegu eiginlegleikum, sem tákna afstöðu
guðs gagnvart heiminum, þ. e. a. s. almættinu,
alvizkunni og allstaðarnálægðinni; þessir eigin-
legleikar guðs koma að eins til greina í afskift-
um hans af heiminum, sem hann hefir skapað,
og án þeirra getur hann haldið áfram að vera
guð, því guð var til á undan heiminum og var
sjálfum sér nógur án heimsins; en þessum eig-
legleikum varð frelsarinn að afklæðast, til þess
að geta lifað sönnu mannlífi.
Þetta gjörði hann við holdtekjuna. Hún er
í því fólgin, eins og Jóhannes kemst að orði, að
„Orðið varð hold “(Jóh. 1,14.), þ. e. a. s. „Orð-
ið“ (Logos) hinn eingetni sonur, önnur persóna
heilagrar þrenningar, gengur í samband við
syndlaust manneðlið. Til þess að þetta synd-
lausa manneðli geti komið fram innan syndugs
mannkyns, er hann, hvað manneðlið snertir, get-