Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 78
82
það, livernig vér höfum farið með pundið, sem
hann fékk oss í hendur, og hvernig vér höfum
gætt þeirra lamba, sem oss var trúað fyrir að
gæta.
Heildin verður að hafa miðdepil sinn í
Kristi og hans orði. 1 þeim miðdepli voru hinir
kristnu Filippíborgarmenn forðum. Þetta gjörði
þá að því, sem þeir voru. Þetta er „krafturinn
til sáluhjálpar“, sem Páll talar um.
Látum oss, bræður og systur! leyfa Kristi
að skapa úr oss öllum eina heild. Hann getur
það, ef vér hlýðum með huga og samvizku náð-
arboðskap hans.
Hann segir — vér skulum minnast þess aft-
ur: „Sá, sem elskar mig, hann mun varðveita
mitt orð, og faðir minn mun elska hann, o|g til
hans munum við koma og taka okkur bústað hjá
honum.“
Þótt kirkjufélag vort sé smávaxið, höfum
vér þó mikinn verkahring, og þurfum sannarlega
þann styrk og þá vizku, sem svona löguð eining,
bygð á Kristi, hefir í för með sér. Hér erum vér í
frjálsu landi og frjálsri kirkju; hér eigum vér
sjálfir að ákveða, livað gjöra skal. Kirkja vor
og trú er ekki lögboðin. Hér er enginn páfi og
enginn veraldlegur dómstóll, sem skipar. Hér
kjósum vér sjálfir leiðtoga vora. Hér stofnum
vér sjálfir söfnuði og takmörkum þá; hér er alt
starf kirkjunnar—náðarboðskaparins—lagt upp
í hendur vorar, — upp í hendur safnaða vorra.
Drottinn varðveiti oss og leiðbeini inn í
náðarboðskapinn, svo að vér fáum séð dýrð guðs