Áramót - 01.03.1908, Side 70
74
þeir öllum að kenna og boða og trúa eins og þeim
sýnist. Kristur er nú orðinn ekkert annað en
falleg mynd, sem skemtilegt er að hafa á altar-
inu eða stofuveggnum eða á sér eða á borðinu
heima hjá sér; hann er þá orðinn eins og einhver
skipstrjóna, sem sýnist brjóta bylgjurnar og
varna stormunum, en gjörir það þó ekki, heldur
er að eins máttlaus mynd, jafn-máttvana eða
magnþrota eins og hinir sofandi hásetar og far-
þegar.
Hann er ekki skipstjóri, sem ætti að stýra
og ráða og segja fyrir og frelsa í hafrótinu, sem
kynni að koma; þegar til kastanna kemur, er
hann að eins mynd — dauð mynd. — En þá er
banahöggið búið að framkvæma morðverk sitt.
Þesskonar kirkja, vitum vér, er ef til vill í
augum heimsins, sem horfir á alt kirkjulegt á
yfirborðinu, í mesta samræmi við sjálfa sig, en
í augum Jesú Krists er hún sjálfri sér sundur-
þykk og ónýt og hneyksli. Væri hún alveg guð-
laus, en í því stefnuföst, þá gæti hún sennilega
um stund barist karlmannlega fyrir einhverju á-
kveðnu. Hún gæti þá orðið all-sterk um stund á
móti drotni; hún hefði þá augsýnilega markmið,
eins og ríki Satans hefir greinilegt markmið, og
er því öflugt um hríð — það að hata guð og ríki
hans, þótt það, að öðru leyti, sé alt upp á móti
sjálfu sér. En hún er ekkert, hvorki vantrúuð
né trúuð; hvorki játandi né neitandi. Eða væri
í henni fólginn sá djúpi krossburður, sem efinn
veldur og leiðir af munni fram andvarpið:
„Drottinn! eg trúi, en hjálpa þú vantrú minni“
— þá, vissulega, væri von um hana, en það er