Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 16
20
ing trúarinnar á mannkynsfrelsarann, guðs son,
Jesúm Krist. Pyrir þeim sannleik liöfum vér
eigin orð lians, drottins vors, sjálfs. Nokkrum
mánuðum áðr en hann gengr í dauðann spyr
hann lærisveina sína, þá er stöðugt höfðu verið í
fylgd hans, hvern þeir hyggi hann vera. Sá, er
venjulega hafði fyrir þeim orðið, svarar hik-
laust: „Þú ert Kristr“ — Messías hinn fyrir-
heitni—, „sonr hins lifanda guðs.“ Og Jesús
segir, út af þeirri játning trúarinnar á hann,
fagnandi: „Sæll ert þú, Símon Jónasson! því
liold og hlóð hefir þér ekki þetta auglýst, lieldr
faðir minn á himnum. En eg segi þér, að þú ert
Pétr“—Kefa, klettr— „og á þessum kletti (pétri)
vil eg hyggja kirkju mína (eða: söfnuð minn) og
hlið Hadesar (dauðraríkisins) skulu aldrei á
henni (honum) sigrast“ (Matt. 16, 15—18). Þá
undir eins, eftir að þessi megin-sannindi guðs
ríkis hafa náð sér niðri í sálum lærisveinanna, er
það, að Jesús tekr að opinbera þeim friðþæging-
arpíslirnar, sem hann átti í vændum innan
skamms. En þrátt fyrir þá skýru trúarjátning,
sem Pétr hafði borið fram, persónu Jesú viðvíkj-
andi, er hann þó enn svo skammt kominn á leið í
trúnni, að hann hrekkr undan þeirri nýju opin-
heran af hálfu meistara síns svo sem væri það
hin fáránlegasta fjarstœða og jafnvel syndsamleg
óhœfa. Hann vill í ákafa holdlegra tilfinninga
sinna tafarlaust kœfa allar slíkar hugsanir niðr
hjá Jesú. Þá talar Jesús til hans hin ógleyman-
legu ávítunarorð: „Vík frá mér, Satan! — þú
ert mér til ásteytingar.“ En tekr svo tafarlaust
að brýna fyrir honum hið heilaga sjálfsafneitun-