Áramót - 01.03.1908, Síða 37
41
Enginn maður liefir verið líki lians í því að
koma viðeigandi orðum að hugsunum þeim, er í
ijós átti að láta. Þolinmæði hans í því að sitja
með ritgerðir sínar dögum saman og vega hvert
orð á nákvæmustu metaskálum málsnildarinnar
er viðbrugðið. Sendimenn og bréfberar gengu
sífelt milli Ágsborgar og Kóborgar, því engu
vildi Melankton víkja við nema með ráði og sam-
þykki Lúters. Melankton hafði í liuga að skjót-
ast til Kóborgar til tals við Lúter, en félagar
hans þóttust eigi mega missa hann frá Ágsborg
— enda ekki hættulaust að fara þá ferð eins og á
stóð. Kjörfurstinn sendi sjálfur mann með játn-
inguna til Lúters, þegar Melankton hafði lokið
endurskoðun hennar. Tekur kjörfurstinn það
fram í bréfi, er liann ritar Lúter, að játningin sé
hin sama, sem Lúter sjálfur hafi samið, en sé nú
færð í letur af Melankton, og biður Lúter segja
álit sitt um formið. Melankton reit Lúter einnig
bréf með sama sendimanni, og ávarpar hann
þannig: „Marteinn Lúter, allra elskulegasti
faðir!“
Bréfum þessum svaraði Lúter á þá leið, að
hann samþykti hvert orð í játningunni og óskaði
ekki eftir hinni minstu breytingu. Smá-breyting-
ar, sem eftir þetta voru gerðar á játningunni,
voru allar bornar undir Lúter, og gaf hann sam-
þykki sitt til þeirra. Hann fer mörgum fögrum
orðum um Melankton og verk hans. Um játning-
una ritar hann: „Mér geðjast afbragðs-vel að
henni og ekkert fæ eg séð, er henni gæti verið til
bóta, og engu vil eg breyta, enda væri eg ekki til
þess fallinn, því eg get ekki ritað með slíkri hóg-