Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 90
94
eftir tvo höfunda. Síðan hefir henní verið skift
í fleiri brot, eins og Mósesbókunum, og hún verið
eignuð mörgum höfundum. Spádómsbók Jere-
míasar fer sömu leiðina. Höfundarnir að bókum
minni spámannanna eiga nú að vera legíó.
‘Kritíkin’ hefir farið eftir vissum reglum í
rannsóknunum: farið eftir rithætti, efni, orðfæri
o. s. frv. Þetta er afleiðingin. Full-ervið hlyti
slík rannsókn að vera, jafnvel þótt sá, sem rann-
sakar, ætti við bók á sínu móðurmáli. En minni
von getur verið um góðan árangur, þegar átt er
við gamla testamentið á hinni hebresku frum-
tungu þess, sem nú er dautt mál, þar sem aldrei
verður komist að merking margra orða, með
neinni vissu, eftir því, sem dr. Sayce í Oxford
segir. Ef mál er unnið fyrir dómstólum á ís-
landi, en því er tapað við hæstarétt í Danmörku,
eins og kom fyrir í fyrra, — aðal-atriðið þar var
einmitt merking á íslenzku orði—, mun þá ekki
verða enn þá vafasamara með nákvæmni í hebr-
esku ? Enda hefir ‘kritíkin’ ekki gengið fram
hjá þessu atriði, án þess að færa sér það í nyt.
Menn greinir á um Eddukvæðin, og hefir þar
ekki fengist fullnaðar-niðurstaða. Hví geta menn
ekki komið þeim kvæðum í sína upphaflegu röð
með því að deila þeim sundur og setja þau svo
laglega saman, að vísindalegt sé? En það geta
þeir með biblíuna!
Mörgum hefir komið til hugar, að sé ‘kritík-
in’ eins óútmálanlega skarpskvgn og liún þykist
vera, þegar liún á við biblíuna, þá muni hún vera
það eins við aðrar bækur. Það hefir því óspart
verið skorað á hina frægustu af áhangendum