Áramót - 01.03.1908, Side 138
142
Að framlögðum og ráðstöfuðum ársskýrslum
embættismannanna yoru kosnir embættismenn
kirkjufélagsins fyrir komandi ár. Séra Jón
Bjarnason, sem verið hefir forseti frá því er
kirkjufélagið var stofnað fyrir 23 árum, beiddist
undan endurkosningu, þrátt fyrir áskorun þing-
manna um að gefa kost á sér. Var þá séra Björn
B. Jónsson kosinn forseti. Aðrir embættismenn
voru allir endurkosnir: skrifari séra Fr. Hall-
grímsson, féhirðir hr. Elis Thorwaldson, varafor-
seti séra N. Steingr. Thorláksson, varaskrifari
séra Kristinn K. Ólafsson, varaféhirðir hr. Jón
J. Vopni.
Nefndin, sem íhugaði ársskýrslu forseta
gerði rækilega grein fyrir málum þeim, sem þar
er minst á, og raðaði þeim á dagskrá. 1 tilefni af
niðurlagsorðum forseta-skýrslunnar samþykti
þino’ið,samkvæmt tillögu nefndarinnar, svo hljóð-
andi yfirlýsingu: „Viðvörunarorð forseta vors
að því er snertir hina svo nefndu ‘nýju guðfræði’
og andastefnu þá í kristninni, er kölluð er ‘hærri
kritík’, ættum vér allir að geyma í fersku minni,
svo að þau veki oss til að biðja drottin innilega
að varðveita oss frá allri þeirri hættu, er fljót-
færni og öfgar í þeim málum geta leitt oss f. Og
aldrei má það glevmast, að vér þurfum ætíð að
sýna hver öðrum nærgætni, umburðarlyndi og
kærleik, þegar skoðanir eru skiftar, svo að trú
vor ávalt sýni sig í verkum vorum.‘ ‘
Mál þau, er þingið tók á dagskrá, eru þessi:
heimatrúboð, heiðingjatrúboð, skólamálið, tíma-
ritin, líknarstofnun, löggilding kirkjufélagsins,
guðsþjónustuform, grundvallarlaga-viðauki, end-