Áramót - 01.03.1908, Side 113
ii 7
ana í lielgidóminum í Jerúsalem (Lúk. 2, 46.);
sumt veit hann ekki og þarf að spyrja um það.
Viðvíkjandi djöfulóða drengnum spyr hann:
„Hve langt er síðan þetta kom yfir hann!“
(Mark. 9,21.), og hann spyr líka að því, hvar
líkami Lazarusar hafi verið lagður (Jóh.11,34.);
hann sagðist ekki vita hvenær dómsdagur kemur
(Mark. 24, 36).
Tilfinningar hans eru líka mannlegar. Sum-
ir menn nutu í sérstökum skilningi vináttu hans,
t. d. Lazarus og systur hans (Jóh. 11, 5.); og Jó-
hannes er oft nefndur „sá lærisveinn, sem Jes-
ús elskaði“ ; hann kendi í brjósti um þá, sem
áttu bágt; og hann gat líka fylst heilagri reiði,
eins og t. d. þegar óvinir hans höfðu gætur á
honum, hvort hann mvndi lækna manninn með
visnuðu höndina á hvíldardegi, til þess að geta
fengið höggstað á honum, — þá „rendi hann aug-
um yfir þá með reiði, angraður yfir harðúð
hjartna þeirra“ (Mark. 3, 5.); til andlegs sárs-
auka fann hann áreiðanlega í Getsemane: „Og
er hann var í dauðans angist, baðst hann enn á-
kafar fyrir; en sveiti hans var sem blóðdropar,
er féllu á jörðina“ (Lúk. 22, 44.) ; hann þekti
líka freistingar, og vissi, hvað það kostaði að
sigra þær; hann þekti þann sársauka, sem því
fylgir að sjá veg skyldunnar fram undan sér
fullan af sársauka, þegar hann sagði: „Nú er
sál mín skelfd, og hvað á eg að segja? Faðir,
frelsa þú mig frá þessari stundu.“ (Jóh. 12, 27).
Hvar sem vér lítum á mynd guðspjallanna
af Jesú frá Nazaret, þá er það mynd af sönnum
manni, — manni, sem var þó að því leyti ólíkur