Áramót - 01.03.1908, Page 59
63
ins, og með því háttalagi hafa þeir prettað guð
um það, sem hann átti inni hjá þeim. óhöpp
hafa út af því hlaðist yfir þá, og nú eru þeir að
uppskera örbirgð af því, er þeir hafa til sáð með
nízku sinni.
En veitið því eftirtekt, sem spámaðurinn
gefur fyrirheit um í nafni guðs þeim til handa,
sem snúa við og koma með tíundirnar eins og
boðið var í lögmálinu: „Eg skal ljúka fyrir yður
upp gluggum himinsins og úthella yfir yður svo
mikilli blessan, að ekki mun fyrir hana vera nógu
stórt rúm.“
(luð er réttlátur guð. Hjá honum er hvorki
umbreyting né umbreytingar skuggi. Kærleikur
hans er frá eilífð, og'áður en tíminn fæddist voru
lögmáls-fyrirskipanir hans til. Það, sem honum
var þóknanlegt á dögum Malakía, er honum enn
þóknanlegt.
Þú segist ekki mega við því að gefa tíunda
part. Hættu því tali. Hvort myndir þú mega við
því að gera það ekkif „Eg skal úthella yfir yður
svo mikilli blessan, að ekki mun fyrir hana nógu
stórt rúm.‘ ‘ Þetta eru orð drottins. Þessu heitir
hann þeim, sem færa honum tíundarskerfinn af
arði sínum. Vilt þú að guð blessi þig samkvæmt
þessum orðum hans fyrir munn spámannsins 1
Eg þori að segja, að þú vilt það. En skerfinn
tiltekna verður þú að koma með áður en þú leyfir
þér að tileinka þér fyrirheitið.
En ef þú skyldir segja, að þú hefðir enga trú
á fyrirheitinu og teljir þér það óviðkomanda, þá
er það sama sem þú segðir, að þú hafir enga trú