Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 137
áður. Þó hafði heimatrúboðsnefndina skort fi
til að reka starf það, sem vera skyldi, og réð for
seti til, að þingið geri þær ráðstafanir, að ekki
þurfi að láta trúboðana bíða, eftir er þeir koma
frá skólunum á vorin, sökum féleysis. Um heið-
ingjatrúboðið, tímaritin og skólamálið fór forseti
mörgum orðum og skýrði bvert þeirra mála fyr
ir þingi. Trúarsamtalsfundir höfðu samkvæmt
skýrslu forseta verið venju fremur fáir á árinu.
Þá mintist forseti á samband safnaðanna og
kirkjufél. og réð til að þingið geri yfirlýsingu um
það, hvernig það samband beri að skoða. Sjálf-
ur hélt forseti fram fullkomnu sérveldi safnað-
anna. Loks bar forseti fram alvarleg aðvörunar-
orð gegn trúarstefnu ]3eirri, er gengi undir nafn-
inu: „nýja guðfrœðin."
Skrifari kirkjuféh, séra Friðrik Hallgríms-
son, lagði fram skýrslu yfir fólkstal, eignir, sd.-
skólahald o.f]. Rar bún með sér, að í kirkjufé1.
standa 43 sðfnuðir. Einn nýr söfnuður bættist
við á þinginu: Immanúelssöfn. í Baldur, Man.
Meðlimir kirkjufélagsins voru í þingbyrjun
7,185. Eignir safnaðanna $119,502.60.
Féhirðir, hr. Elis Thorwaldson, las skýrslu
sína. 1 sjóði frá fvrra ári hafði verið $452.91;
gjafir til heimatrúboðssjóðs $1,020.74; safnaða-
gjöld $311.59; samtals $1,785.24. títgjöld voru
$1,751.70. Nú í sjóði $33.54. Heiðingjatrúboðs-
sjóður $1,548.74.
Skýrslum embættismanna var vísað til
tveggja nefnda. Skyldi önnur íhuga ársskýrslu
forseta og semja dagskrá fyrir þingið, en hin
íhuga skýrslur skrifara og féhirðis.