Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 132
136
lragsunavmnar til þess að gera sér glöggva grein.
fyrir trú sinni, eða öllu heldur til þess að skil.ja
að einhverju leyti hinn mesta leyndardóm mann-
kynssögunnar.
IV.
Já, leyndardómur er þetta efni, sem vér höf-
am nú verið að hugleiða. Mannsandinn er hér að
miklu leyti leitandi og liefir tilfinningu fyrir því,
að hann er að kanna ókunna stigu. Og hann veit,
að á þeirri leið kemur fyrr eða síðar að því, að
hann kemst ekki lengra í þessu lífi. Og trúin
sættir sig í auðmýkt við það, að þekkingin er í
molum, og að fá liér ekki að sjá sumt nema „í
spegli, í ráðgátu“ ; en hún gleðst við þá von, að
hún eigi seinna að fá að sjá „augliti til auglitis“.
Þess vegna dettur kristinni kirkju ekki í hug
að halda því fram, að hún hafi gripið allan sann-
leikann. Mikið er það og dýrðlegt, sem drottinn
liefir opinberað henni; nóg til þess, að hún getur
í nafni hans einarðlega boðað fagnaðarerindi
Jesú Ivrists, sem er „kraftur guðs til hjálpræðis
hverjum þeim, er trfiir“, og stöðugt biður húu
hann að gefa sér náð til þess, að flytja mönnum
þann boðskap með einlægri trúmensku og sann-
færingu og krafti heilags anda. En mikið á hún
samt eftir ólært og óskilið; hún hefir verið að læra
um aldirnar, og er að því enn. Eg vil líkja henni
við tré, sem sprettur í góðum jarðvegi. Rætur
sínar á hún djúpt gróðursettar í jarðvegi sann-
leikans: guðlegri opinberun heilagrar ritningar.
Úr þeim jarðvegi er hún alt af að draga næringu
og mynda úr henni blöð og blóm og ávexti, eftir