Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 72
/6
yfir öllu í hans söfnuði, sem er hans líkami, fyll-
ing hans, sem uppfyllir alt í öllum.“ Enn frem-
ur: „Hann er höfuð á safnaðarins líkama.“
Enn fremur: „Eg flyt yður mikinn fögnuð, sem
veitast mun öllu fólki, því í dag er yður frelsari
fæddur, sem er drottinn Kristur í borg Davíðs.“
Engillinn segir hér, að innihald fagnaðarboð-
skaparins sé drottinn Kristur.
Jesús hefir stofnsett kirkjuna, fvrirskipað
sjálfur náðarmeðul sín, sjálfur útsent erindsreka
sína og prédikara, og hann er sjálfur samfara
orði sínu inn í kirkjuna og inn í hjarta hvers
þess manns, er veitir því viðtöku. „Sá sem elsk-
ar mig, hann mun varðveita mitt orð, og faðir
minn mun elska hann, og til lians munum við
koma og taka okkur bústað hjá honum“ — segir
Jesús í skilnaðarræðunni.
Þetta vitum vér alt saman allir auðvitað; en
það er margt, sem vér vitum, en leiðum þó fram
hjá oss og hugleiðum lítt; og fær það því ekki
að komast að í meðvitund vorri og getur þá
sennilega ekki lieldur náð valdi yfir hjörtum vor-
um, skynsemi vorri og samvizku.
Það er Jesús Kristur, sem á að skapa eining
kirkjunnar. Lofum honum að sjá um, hvernig
hann fer að því að koma því verki til leiðar-,
það er ekki vort að forvitnast í það. Hann út-
skvrir það ef til vill fyrir oss síðar meir. En
það er vort að hafa svo mikið kristilegt og
kirkjulegt vit, fyrir þá uppfræðslu, sem hann
veitir oss, að vér leyfum honum að gera það og
vera „höfuð safnaðarins“ og uppbyrjari og full-
komnari trúar vorrar. Það er að vera fastheld-