Áramót - 01.03.1908, Page 48
ar — það er alt samfelt kerfi, sem hlýðir sínu
lögmáli. Jörðin snýst um möndul sinn og um-
hverfis sólina, og hún helzt á sínum stað í him-
ingeimnum samkvæmt lögmáli því, er hreyfing-
um hennar ræður; en lögmálið segir til um það,
hvernig guð hefir um alt þetta húið. Einhver
hefir sagt: „Eegla er fyrst af öllu í lögmáli
sköpunarverksins." Án fastákveðins fvrirkomu-
lags er alt í óreglu.
Alt er reglu eða föstu fyrirkomulagi háð í
náttúrunni. Það er ekki unt að benda á neitt í
ríki náttúrunnar, sem ekki hlýðir lögmáli; það er
sú hin hárfína og óraskanlega samverkan orsak-
ar og afleiðingar, sem ræður og stjórnar öllu lif-
anda og dauðu.
Þetta reglu-lögmál nær inn á svæði mann-
legra framkvæmda. Frá ómuna-tíð hafa menn
séð sig til þess knúða að binda sjálfa sig starfs-
lögmáli, er svo eða svo var háttað: lögmáli með
tilliti til þess, hvernig stjórnað skyldi, hvernig
barist skyldi, hvernig náunginn skyldi ræntur,
hvernig hagur almennings í löndum og borgum
skyldi bættur, og fleira og fleira. En um fram
alt hefir þetta orðið ráðanda í verzlunar-lífinu og
iðnaðar-lífinu. Án reglu á því svæði er engin
lieillavon. Ekki er það fráleitara að reyna að
fljúga vængjalaus en að reka verzlun eða iðnað
reglulaust. Þesskonar fyrirtæki eru á vorum
dögum rekin samkvæmt niðurstöðu þeirri, er menn
hafa komist að með því að fara eftir vandlega
hugsaðri reglu og framfylgja henni með dugnaði.
Fjármálafræðingarnir miklu, sem ekki sýnast
annað þurfa en að rétta út hönd til að láta málm-