Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 19
-3
náttúrlegum mannshugsunum eða heimsandan-
um er mergrinn úr því etinn. Stefnan telr sér
trú um það, að hún sé mannúðin sjálf eða kær-
leikrinn, og allt getr hún umborið nema — á-
kveðnar kristindómskenningar.
Aldrei liefir fremr en nú, þá er svona er~
komið, á því riðið, að kirkjan haldi merki sínu í
augsýn, lyfti því hátt og noti það sem hermerki.
Nú sérstaklega knýr heilagr andi oss, lærisveina
;Jesú Krists og lúterska Islendinga, til þess að
leggja rækt við trúarjátningar kirkjunnar og
málið um afbrigði frá sönnum kristindómi.
Heilög ritning er hinn eini óbrigðuli og al-
sanni mnlikvarði fyrir kristið trúarlíf; og hún
ræðr því þá og að sjálfsögðu, að hve miklu leyti
trúarjátningin sú eða sú, er kristið fólk gjörir að
flokksmerki sínu, hefir stöðugt gildi. Þar sem
trúarjátningum hinna kristnu kirkjudeilda ber á
milli, verðr að eins með fullnaðar-vitnisburði
biblíunnar úr því skorið, hvar sannleikrinn liggr.
En er vér með gjörvallri evangelisku kirkjunni
segjum þetta, höldum vér því að sjálfsögðu föstu,
að biblían í heild sinni er guðinnblásin bók og að
vér því þar höfum guðs orð fyrir oss liggjanda.
Við enga aðra en þá, sem við þann trúarsannleik
kannast, er til neins að miða gildi trúarjátning-
anna við heilaga ritning, enda leika trúarjátning-
arnar þá algjörlega í lausu lofti og verða í
reyndinni sama sem ekki neitt, þótt ekki sé þær
beinlínis í orði kveðnu afnumdar.
Auk orða frelsarans, sem tilfœrð voru í upp-
hafi erindis þessa, er í sambandi við þetta trúar-
játningamál vert að minnast þess, er Páll postuli