Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 105
iog
rök fyrir máli sínu, sem bezt geti sannfart þá.
Hvað sannfærð sem kirkjan er um óyggjandi
sannleik þeirra kenninga, sem hún flytur, þá má
hún samt aldrei reyna að halda þeim að mönnum
eins og með valdboði; og henni væri það heldur
ekki til neins. Hún verður alt af að hafa sömu
aðferðina og hann hafði, sem hún kallar drottin
sinn og meistara. Þegar hann var að kenna
mönnum um föðurinn á himnum og kærleika hans
til syndugra manna, þá vitnaði hann aldrei í trú-
arjátningar eða kenningakerfi guðfræðinganna,
heldur reyndi hann oftast að sannfæra þá, sem
hann átti tal við, um það, að kenning sín va>ri í
fylsta samræmi við skynsamlega hugsun; hann
skírskotaði til-siðferðilegrar meðvitundar þeirra,
lagði fast að þeim að hafna kenningunni ekki að
óreyndu, þó að hún kæmi í bága við þær hug-
myndir, sem þeir höfðu áður gert sér, heldur
rannsaka hana og reyna, og vita svo, hvort hún
væri ekki í samræmi við það bezta og göfugasta í
þeim sjálfum og við lögmál lífsins. Þetta er
hann meðal annars að gera með dæmisögum sín-
um; þar er hann að sýna mönnum fram á það, að
faðirinn á himnum breyti við mennina á líkan
hátt og þeir sýni sjálfir með breytni sinni, þegar
þeir eru sannastir og sjálfum sér samkvæmastir,
að þeir hafa meðvitund um að rétt sé og skynsam-
legt. Hvað e:erir, spvr hann, — svo að eg nefni
dæmi, — maður, sem hefir týnt sauð, sem hann
á? Per hann ekki og leitar þangað til hann finn-
ur hann! Finst ykkur þá ekki líka það vera eðli-
legt, sem eg segi ykkur um föðurinn á himnum, að
hann lætur einskis ófreistað til þess að frelsa o«?