Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 53
57
lagsstúkum, og alt er þar gert án möglunar og ó-
þarfra útásetninga.
En er til kirkjumálanna kemur, þá er alt ann-
að uppi á teningi. Menn eru næsta seinir á sér
til að leggja fram fé það, sem bráðliggur á kirkju-
legu starfi til eflingar, og skera þau útlát marg-
oft við nögl sér.
Hinn fátæklegi fjármunalegi stuðningur, sem
kirkjunni er veittur af eigin mönnum hennar, er
því fólki til stórrar óvirðingar. Erum vér svo
seinir til að sinna réttlátum kröfum í þessa átt
fyrir þá sök, að vér metum svo lítils náðargjafir
guðs? Víst vantar mikið á, að það sé þakklátlega
metið, sem hrífa ætti hjarta sérhvers sannkrist-
ins manns; en ekki em eg til þess búinn að halda
því fram, að þetta sé það, sem öllum vandræðun-
um veldur. Eg hvgg, að margri sann-guðrækinni
sál dyljist, hve nauðsvnlegt það er, að menn gefi
eins og skylda stendur til. Svo er því áreiðan-
lega varið, að því er marga safnaðarlimi snertir.
Hinir, sem skilja megin-atriðið í máli þessu og
haga sér eftir því í daglegri framkomu sinni, eru
tiltölulega mjög fáir.
Fremur öllu er það að, að menn hafa
ekki vanið sig á að gefa eftir fastri reglu, en gefa
í þess stað af handahófi, þegar tilfinningar
þeirra knýja þá til þess, þar sem þeir hins vegar,
sé tilfinningin ekki í þá átt, lofa hinu kristilega
nauðsynjamáli að fara eins og verkast vill. Af
þessu er það, a.ð söfnuðurinn sá eða sá getur eitt
árið verið í þolanlegum fjárhagsástæðum, en
næsta ár liggur þar öllu við strandi. Handahóf
eða óregla — þar er flísin, sem við rís.