Áramót - 01.03.1908, Page 33
37
manna sinna og lagði fram í Schwabach 16. Okt.
1529, og nefnast þær greinir Schwabach-grein-
irnar. Sömu greinir voru 29. Nóv. lagðar fram
á fundi í Schamlkalden og eru því einnig oft
kendar við þann stað.
Næst var fundur haldinn í Torgau 20. Marz
1530. Fyrir þann fund höfðu þessar seytján
trúarjátningar-greinir verið vandlega endur-
skoðaðar og voru þær að nýju fram bornar, og
eru þær einatt nefndar Torgau-greinir. En auk
þessara greina, sem hljóðuðu um trúaratriði,
voru samdar nýjar greinir, er hljóðuðu um ósiði
þá, sem tíðkuðust í kaþólsku kirkjunni. Átti Lút-
er sjálfur mestan þátt í þeim greinum, en með
honum höfðu þó unnið að því verki Melankton,
Jónas og Bugenhagen. Þessar greinir um ósið-
ina eru hinar eiginlegu Torgau-greinir.
Þegar nú Ágsborgarjátningin sjálf var sam-
in, voru Schwabach-greinirnar lagðar til grund-
vallar fyrir fyrra hluta játningarinnar, — enTor-
gau-greinirnar fvrir síðari liluta hennar — um
ósiðina. — Hvorartveggja greinir þær voru upp-
haflega samdar að mestu leyti af Lúter. Játn-
ingar þessar höfðu samdar verið með hliðsjón af
trúarvillum afvegaleiddra siðbótarmanna eigi
síður en gegn villum kaþólsku kirkjunnar. Fyrir
það varð Ágsborgarjátningin yfirgripsmeiri og
hefir reynst hinn tryggasti varnarmúr gegn vill-
um „endurbættu“ kirkjunnar eigi síður en villum
kaþólskunnar.
Áf því, sem nú hefir sagt verið, er það aug-
ljóst, að í raun og veru er Lúter aðal-höfundur
Ágsborgarjátningarinnar. Hlutverk Melanktons