Áramót - 01.03.1908, Síða 45
49
neita öllum kenningum, sem fyrr og síðar hafa
komið í bága við þær, sannaði lúterska kirkjan
einnig með játningu sinni, að hún er áframhald
hinnar upphaflegu kirkju á jörðunni, en alls eng-
in ný stofnun. Lúterska kirkjan byrjar ekki með
Lúter, heldur með Kristi.
Ágsborgarjátningin er ekki upphaf nýrra
trúarkenninga. Hún er endurtekning á kenn-
ingum nýja testamentisins og afneitun þess, sem
gagnstætt er kenningu þess. Gretur hún þá fall-
ið úr gildi? Eitt af tvennu þarf að koma
fyrir til þess að Ágsborgafjátningin falli úr
gildi: 1.) að sannað sé, að hún sé nýja testa-
mentinu ósamkvæm, 2.) að nýja testamentið
sjálft falli úr gildi sem trúbók kristinna manna
og mælisnúra trúarlærdómanna. „Þótt ill sé tíð og
öldin spilt“ — eins og siðbótarmenn kváðu —, þá
er naumast þeim viðburðum að kvíða. Sannleik-
urinn breytist hvorki né eldist. Hann er, eins
og höfundur hans sjálfur, „hinn sami í gær, í
dag og að eilífu“. Að svo miklu leyti, sem menn
hafa sannleikann liöndlað, þarf aldrei að breyta
játningu sinni um liann. Hitt getur komið fyrir,
að auka þurfi við játninguna, bætist manni meira
af sannleikanum, eða sé maður til þess knúður
að bera fram „vottorð“ móti nýjum villum. Trú-
arjátningar hafa oftast orðið til, þegar kristnir
menn hafa neyðst til að verjast ákveðnum villu-
kenningum. Þá hefir þurft að taka sannleikann
fram að nýju skýrt og skorinort. Ekki er það
því ómögulegt, að ný trúarjátning sé fyrir dyr-
um, ekki til að afmá hinar eldri, sem samhljóða
eru guðs orði, heldur til þess, ásamt þeim, að