Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 112
1x6
Hún byggir þá trxí öllu öðru fremur á guð-
spjöllunum, á því sem þar er sagt fi’á lífi liaus
og kenningu.
Fyrst ætla eg þá að minnast á manndóm
lians. — Engum manni kemur líklega til liugar
að neita því, að Jesús frá Nazaret hafi verið til,
og að í guðspjöllunum sé sögð æfisaga hans. Og
að hann hafi verið sannur rnaður dettur líklega
tiltölulega fáum í hug að efast um, þó að stund-
um liafi verið lögð svo einhliða áherzla á guðdóm
hans, að manneðli hans hafi með því óbeinlínis
verið afneitað. Þess vegna er rétt að taka fram
fáein atriði, benda á fáeina drætti í þeirri mynd,
sem upp er dregin fyrir oss af honum í guð-
spjöllunum, sem sýna, hve afdráttarlaust sönnu
manneðli hans er þar haldið fram.
Líkami hans er mannslíkami. Af konu var
hann fæddnr; hann óx og þroskaðist á eðlilegan
hátt; hann fann til hungurs, þegar hann var á
leiðinni frá Betaníu til Jerúsalem daginn eftir
pálmasunnudag (Matt. 21,18.); hann fann til
þorsta, þegar hann leið á krossinum (Jóh.19,28.);
hann var þreyttur á ferð sinni um Samaríu hjá
Jakobs brunni (Jóh. 4, 6.) ; hann svaf svo fast,
að ofviðrið á sjónum vakti hann ekki (Matt. 8,
24.); það voru manns hendur og fætnr, sem nagl-
arnir voru reknir í gegn um, og dauður manns-
líkami, sem tekinn var niður af krossinum og
lagður í gröf Jósefs frá Arímatía.
Vitund hans var líka mannleg. Hún þrosk-
aðist: „Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti“
(Lúk. 2, 52.); liann hugsaði um að auka þekkingu
sína, þegar hann var nngur að spyrja kennara-