Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 131
35
geri, vitna nm mig, að faðirinn hafi sent rnig^
(Jóh. 5, 36); hann bendir þar beinlínis til krafta-
verkanna sem verka, er faðirinn láti hann gera
til sannindamerkis um guðlega sendingu sína;
á þetta sama benda engu síður greinilega þessi
orð hans: „Faðirinn, sem í mér er, hann gerir
verk sín. Trúið mér, að eg er í föðurnum, og fað-
irinn í mér; en ef ekki, þá trúið mér vegna sjálfra
verkanna“ (Jóh. 11, 10-11). Það er fyrst eftir
upprisuna, að hann seg'ir, að alt vald sé gefið sér
á himni og jörðu (Matt.28,18.). Það mætti líka í
þessu sambandi benda á kraftaverk spámannanna
ogpostulanna, sem enginn telur að hafi verið al
máttugir, þó að kraftaverk frelsarans sé auðvit-
að stórkostlegri og dýrðlegri en kraftaverkin,
sem þeim var gefið vald til að vinna, eins og köll-
un hans var dýrðlegri en þeirra og samband hans
við föðurinn innilegra en þeirra. Það raskar ekk-
ert trú minni á guðdóm frelsarans, þó að eg trúi
því, að hann hafi aflagt almættið á holdsvistar-
dögunum, til þess að geta verið sannur maður.
Svo ætla eg ekki að fara lengra vit í þetta
efni. Hugsanir kristinna manna um þenna mikla
1 vndardóm guðmannsins eru sjálfsagt töluvert
ólíkar. En það ætti alls ekki að saka, þó þær sé
ólíkar og ófullkomnar, ef þær verða ekki til þess
að draga úr trúnni á þann grundvallar-sannleika,
sem alt nýja testamentið kennir, og hlýtur alt af
samkvæmt eðli sínu að vera trúar-atriði: að Jes-
ús Kristur var sannur guð og sannur maður.
Hitt: hvernig hinu guðmannlega eðli hans var
varið, getur ekki verið trúar-atriði; mismunandi
skoðanir manna um það eru að eins tilraunir