Áramót - 01.03.1908, Síða 99
103
íufélaginu á fundum þess á síðastliðnu ári var um
það, livort vér höfum biblíu, sem vér megum
reiða oss á. Árásir ‘kritíkarinnar’ gerðu þetta
óumflýjanlegt.
Pyrir nokkrum tíma komu lærisveinar Har-
nacks til hans til að leita sér ráða. Sá var vand-
inn á, að þeir, sem taka vígslu á Þýzkalandi til
kennimannsstöðunnar, verða að viðurkenna hina
postullegu trúarjátning. En þegar Harnack var
búinn að undirbúa þá, gátu þeir ekki viðurkent
trúarjátninguna, þótt hún sé ekki margbrotin.
Þá reyndi hann til að fá þessari hneykslunar-
hellu velt úr vegi. Hófust all-miklar deilur um
það. En trúarjátningin sat kyrr.
Margt fleira bendir á, að ‘kritíkin’ sé kristin-
dóminum ekki heillavænleg. Trúboðafélag eitt
(C. M. S.) gerir langa yfirlýsingu því viðvíkjandi
á fundi í Bengal á Indlandi. Farast fundar-
mönnum meðal annars þannig orð: „Vér ótt-
umst, að stór-tjón geti hlotist af villulærdómum
þeim, sem nú viðgangast, þótt áhrif þeirra hald-
ist að eins um lítinn tíma. Vér óttumst, að ef
vantrausti á ritningunni er komið inn hjá fólki,
jafnvel þótt að eins sé um stundar sakir, muni
m >rgir láta leiðast til að vanrækja hana og fyrir-
Hta, og framför kristindómsins í þessu landi
verði heft.“ Þetta er reynsla þeirra, sem eru að
útbreiða kristindóminn. Heiðingjum geðjast
mjög illa að öllum ‘kritíkar’-kristindómi. Hann
vekur ekkert andlegt líf hjá þeim. Það eru líkir
dómar um áhrif ‘kritíkarinnar’ hjá þeim, sem
standa fyrir utan kristindóminn, eins og mót-
stöðumönnum ‘kritíkarinnar’. Ritstjórnargrein