Áramót - 01.03.1908, Side 73
77
inn við náðarboðskapinn. Vér eigum að halda
fast við skoðun lians og kenning lians orða. Það
var það, sem forðum gjörði söfnuðinn í Fillippí-
horg að því, sem hann var.
Þá verður Jesús lífsneistinn í kirkjunni,
meginregla hennar, aðal-atriðið, möndullinn, sem
alt snýst um, og miðtaug kirkjunnar, sem setur
alt í hreyfing; til hans fara þá allir limir líkam-
ans og allar taugar og allir vöðvar til þess að
geta gjört ætlunarverkið og leyst það vel af
hendi.
Hann á að vera aflið í einingunni. Frá hon-
um stafar þetta hér á jörðu, sem vér köllum
„samfélag heilagra“, og fyrir hann er „samein-
ing heilags anda“ möguleg. Fastheldni við liann
byggir þá upp; það ættum vér að sjá. Án þess-
arar fastheldni er engin bygging, og ekki heldur
neinn grundvöllur, né neitt efni til að byggja úr.
Því segir hann líka: „Enginn getur annan
grundvöll lagt en þann, sem lagður er, sem er
Jesús Kristur.“ Hin sanna kirkja drottins veit
þetta og breytir eftir því og liefir ætíð, frá
þeirri stund, er hún varð til á jörðu, breytt eftir
því. Jesús er einn; sannleikurinn er einn; ríki
hans er eitt; „ein skírn, ein trú, einn guð og fað-
ir allra.“ Það er verk kirkjunnar að vera í hon-
um, fá frá honum ljós, líf og styrk, og að boða
hann. Því þá það? — má spyrja. Af því að
Jesús er vegurinn, sannleikurinn og lífið; og af
því hann er dyrnar, svo að enginn kemst til föð-
ursins nema fyrir hann. En trúum vér því?
Það er önnur spurning. Trúum vér því, að hann
tali sannleika, þegar hann segir: „Sá, sem hefir