Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 108
112
kynið; áhrif hans til góðs sé meiri en allra ann-
ara leiðtoga manna samanlögð, og þau fari sí-
vaxandi; og að lotningin fyrir nafni hans sé
meiri nú meðal mannanna en nokkru sinni áður,
þó að hinsvegar sé kirkjur og trúarjátningar að
missa vald sitt yfir hugum nútíðarmanna; og að
nú á dögum sé að kalla má allir menn sammála
um það, að líf Jesú hafi verið hið fullkomnasta,
sem nokkurntíma hafi sézt meðal mannanna. En
samt segir hann að hin ríkjandi guðfra'ðilega
liugsun flytji algerlega rangar kenningar um
hann, þar sem haldið sé fram guðdómi lians í
öðium skilningi en um menn yfir höfuð að tala.
Um það er meðal annars svo komist að orði: „1
vissum skilningi er auðvitað alt, sem til er, guð-
dómlegt (divine), vegna þess að vera guðs kem-
ur fram í gjörvöllum heiminum. En varla mun
þó nokkur hal la því fram í fullri alvöru, að kró-
kódíll sé jafn-fullkomin opinberun guðs og
Booth hershöfðingi. Það er þess vegna rétt að
takmarka þýðingu orðsins „guðdómlegur“ þann-
ig, að láta það tákna þá vitund, sem veit, að hún
er, og gleðst af því að hún er, opinberun þess
kærleika, sem er alt af að gefa sjálfan sig al-
heimslífinu. Guð er kærleikur, og sá, sem er stöð-
ugur í kærleikanum. er stöðugur í guði og guð
er stöðugur í honum. Booth hershöfðingi er
guðdómlegur að því leyti sem þetta er hin ríkj-
andi hvöt í lífi hans. Jesús er guðdómlegur
blátt áfram oít eingöngu vegna þess. að líf hans
stjórnaðist aldrei af neinni annari hvöt. Það er
óbarfi fyrir oss að tala um tvö eðli hjá lionum,
eða að hugsa oss levndardómsfulla merkjalínu