Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 75
79
kvæma það verk sitt í oss, að gjöra kristna
menn úr oss — „samfélag heilagra“, — það
verk, sem oss sjálfum er ofvaxið.
Vér þurfum að minnast þess og veita þeirri
áminning viðtöku í auðmvkt, að vér hljótum að
beygja oss undir hina voldugu liönd guðs eins
og allir sannkristnir menn gjöra og hafa gjört,
— svo framarlega sem vér í raun og veru viljum
vera kristnir menn. Vér verðum að muna eftir
því, að drottinn segir í orði sínu ekki að eins:
„Sjálfur friðarins andi lielgi yður algjörlega,“
heldur og þessi háalvarlegu orð: „Hann lætur
hegningu dynja yfir þá, sem ekki þekkjast guð
og ekki hlýða náðarlærdómi drottins vors Jesú
Krists; og munu þvílíkir sæta hegningu, eilífri
glötun, útskúfaðir frá augliti drottins og frá
dýrð hans.“
Hið litla kirkjufélag vort þarf að hugleiða
og læra, hve afar miklu máli það skiftir fyrir
framtíð þess og starf hér í þesssu landi — að
vera fastheldinn við guðs orð.
Vér þurfum eins og ísrael að fylgjast með
eldstólpanum eða skýstólpanum bæði dag og
nótt, — að halda saman og horfa á hann, til
þess að finna rétta leið. „Einn er yðar leiðtogi,
Kristur“ og „eining andans í bandi friðarins“
á að vera lífsstefna kirkjufélags vors, betur en
verið hefir; og Kristur á að vera grundvöllur
vor betur, í anda og sannleika. Það er hann,
sem á að gjöra byggingu vora trausta; hann á að
kljúfa vötnin fyrir oss og gjöra út af við þau öfl,
sem ofsækja kirkju hans og vora. Vér þurfum
eins og ísrael að „neyta allir hinnar sömu and-