Áramót - 01.03.1908, Page 25
29
áttu Forn-Grikkja gegn Persum, eða Merði Val-
garðssyni í fornsögu þjóðar vorrar, eða Júdasi
frá Karíot í hinni helgu sögu guðspjallanna, að
blettrinn verði aldrei að eilífu af þveginn. Slíkt
aðhald frá hálfu almenningsálitsins þurfa kenni-
menn kirkjunnar að hafa, svo að engir þeirra
sjái sér fœrt af hégómaskap eða einhverri ann-
arri jafn-lúalegri ástœðu að svíkjast undan
flokksmerki því, sem þeir sjálfir af frjálsum
vilja hafa liátíðlega lofazt til að halda uj)pi og
berjast undir í drottins nafni. Vitanlega getr
reyndar trúarskoðanin breytzt hjá þeim og þeim
manni eftir að hann hefir unnið slíkt heitorð,
svo að í algjöran bága komi við trúarjátning
safnaðar þess, sem hann að undanförnu hefir
þjónað. Og er það þá að sjálfsögðu lieilög skylda
hans að slíta á heiðvirðan hátt samband sitt við
þann félagskap og koma sér fyrir andlega þar í
kristninni eða fyrir utan kristnina sem sannfœr-
ing hans segir honum að hann eigi heima undir
nýju merki. Vel líklega hefir þetta ýms óþæg-
indi í för með sér fyrir hlutaðeiganda og jafnvel
sársauka, en það er eina drengilega aðferðin, og
hlýtr hún að verða til góðs fyrir málefni sann-
leikans, eigi síðr en þann mann, er svona hagar
ráði sínu.
En út af hinni fáránlegu kröfu um kenning-
arfrelsi klerka innan þeirrar og þeirrar kirkju-
deildar dettr mér í hug myndin, sem gamla
gríska þjóðtrúin dró upp af skrípaveru þeirri
eða skrímsli því, er Chimæra nefndist. Nafnið
merkir í rauninni að eins geit, það meinlausa
dýr. En kynjaveru þeirri, er nafn þetta hlaut.