Áramót - 01.03.1908, Side 31
35
herjar kirkjnþings, eða að minsta kosti almenns
þjóðfundar til að ræða ágreinings-málin. Ann-
ar ríkisfundur var haldinn í Speier 1529, og ó-
nýtti hann þá þessar fyrri samþyktir, og var að
nýju fyrirskipað að framfylgja ákvæði því, er
gert var í Worms. Var þá einnig öllum kenni-
mönnum stranglega fyrirskipað að kenna sam-
kvæmt fyrirmælum kaþólsku kirkjunnar. Þá var
það, að ríkishöfðingjar þeir, er aðhylst höfðu
kenningar Lúters, lögðu fyrir fundinn hin víð-
frægu „mótmæli“ sín. Voru siðbótarmenn upp
frá því nefndir Mótmælendur.
Mótmælendur skutu nú máli sínu til alls-
herjar kirkjuþings. Karl keisari leitaðist við að
fá páfann til að boða þingið, en til þess var páfi
ófáanlegur. Varð það þá úr, að keisarinn kvaddi
til almenns ríkisþings í Ágsborg og hét að vera
þar sjálfur viðstaddur og veita áheyrn báðum
málspörtum. Keisarinn bauð fyrirliðum Mót-
mælenda að semja nákvæma yfirlýsingu um
trúarlega afstöðu þeirra og leggja skýrslu þá
fyrir ríkisþingið.
Jóhann, er nefndur var hinn staðfasti, kjör-
fursti í Saxen, var um þessar mundir æðsti vald-
hafi í hópi ríkishöfðingjanna lútersku. Þegar
skipun þessi kom frá keisara, bauð hann þegar
Lúter og hinum öðrum guðfræðingum við há-
skólann í IVittenberg að semja álitsgreinir um
helztu atriði trúarinnar og ósiði þá, er afnema
ætti. Tóku guðfræðingar Mótmælenda þegar til
starfa, en með því enn drógst all-lengi að ríkis-
fundurinn fyrirhugaði í Ágsborg væri haldinn,
leiddu ýms atvik til þess, að játningar-greinir