Áramót - 01.03.1908, Side 104
ioS
eins hjá hinum, sem enn skoða sig fyrir utan
þann félagskap. Og hinsvegar virðast skoðan-
irnar vera skiftari en áður hefir verið innan
kirkjunnar og hjá hugsandi mönnum yfir liöfuð
að tala, um það, hverju sé rétt að trúa. Orsak-
irnar til þessa skoðanamunar eru án efa marg-
ar, og ofurefli mitt að rekja þær allar. En all-
mikið hefi eg um undanfarinn tíma verið að
hugsa það mál og reyna að gera mér grein fyrir
því. Og þær orsakir, sem mér hefir skilist að
hafi hér ráðið mestu, eru tvær. Önnur er sú bylt-
ing, sem orðin er í heimi vísindanna, sú aukna
þekking á sögu, og bókmentum fornaldarinnar,
sem virðist hljóta að hafa í för með sér töluverð-
ar hreytingar á skoðunum manna á ýmsum atrið-
um, sem kend hafa verið innan kirkjunnar. Og
hin orsökin er vaxandi sjálfstæðisþrá mannsand-
ans, krafan um það, að þau sannleiksatriði, sem
menn eigi að geta trúað, megi ekki koma í bága
við neinn annan sannleika, sem þeir eru sann-
færðir um.
Fram lijá þessu má kirkja Krists ekki ganga
eða láta það afskiftalaust, ef hún vill vera trú
köllun sinni. Hún hefir boðskap að flytja öllum
mönnum og öllum tímum, dýrðlegan hoðskap, sem
henni hefir verið trúað fyrir. Hún verður þess
vegna á hverri öld og hverjum mannsaldri að
leggja við hlustirnar og reyna að skilja sem bezt
hugsunarháttinn, sem ríkjandi er, mennina, sem
eru að velta fyrir sér ráðgátum lífsins, til þess að
hún geti sem bezt fullnægt trúarþörf þeirra, flutt
þeim boðskap hins eilífa sannleika á þann hátt,
er bezt geti fundið bergmál hjá þeim, og fært þau