Áramót - 01.03.1908, Page 101
io5
sem ekki hafa komist inn í hringiðu ‘kritíkarinn-
ar’. ‘Kritíkin’ hefir, eins og kunnugt er, náð
mikilli útbreiðslu á Þýzkalandi. En ekki virðist
v
hún hafa gert guðfræðina aðgengilegri fyrir guð-
fræðanemendur. Tala þeirra, sem verða kenni-
menn, er stórum að minka. Fyrir tuttugu árum
voru stúdentar í guðfræði á fimta þúsund við há-
skólana, eða liundrað og fimtíu fyrir hverja milí-
ón af íbúum landsins. Nú eru sextíu og fimm
stúdentar fyrir hverja milíón, en á sama tíma
1 efir tala stúdenta í öllum öðrum greinum vaxið.
Það hefir reynst hér í Ameríku, að þegar guð-
fræðaskólarnir fara fvrir alvöru að kenna ‘krit-
íkina’, fara lærisveinarnir fækkandi. Þannig er
það, að afstaða og skoðanir ‘ kritíkarinnar ’ koma
í bága við kristindóminn. Vart má mikið treysta
þeirri speki, þar sem liir og grúir af „þversögli“
og „missögli“, eins og í ‘kritíkinni’, þar sem ein
tilgátan rís á fætur annarri, eins og öldur á hafi.
‘Kritíkin’ hefir verið óvinur kristindómsins,
hefir vegið hart og títt, en þar liggur enginn líf-
steinn undir hjöltum. Þar sem hún er liggur
þoka á öllum fjöllum, svo að kristindómurinn
verður svo óljós, að fáir fást til að prédika það
vafamál, sem hún getur boðið. Sumir horfa á-
lengdar á þau mál og hafna þeim að mestu leyti.
En þegar menn fara í áttina þangað, er hætta
ætíð við því, að þeir fari of langt og bíði óbæt-
anlegt tjón.
Við sífeldar umræður, nákvæmar rannsóknir,
heitar bænir mun þekking vor og skilningur á
kristindóminum aukast; en vér munum ekki elta
hvern skugga, sem þokukend ský varpa á jörð-