Áramót - 01.03.1908, Side 62
66
veitast yður.“ Hann veit, að þegar þeir leita
guðs ríkis eða eru fastheldnir við náðarboðskap-
inn, sem er það sama, þá munu þeir eiga alt.
Þess vegna nefnir hann heldur ekkert annað en
náðarboðskapinn. Hann þarf ekki að nefna neitt
annað. Alt annað flýtur af náðarboðskapnum
eins og vatn úr uppsprettu. Áður en postulinn
ritar meira er hann að gleðja þá og uppörva og
hressa sjálfan sig.
Þetta sama, sem gjörði þennan söfnuð svona
gæfusamann og svona dýrðlegan í augum Páls
postula, verður kirkja vor einnig að hafa til að
bera til þess að geta orðið þóknanleg í augum
drottins. Til þess að geta orðið honum til dýrð-
ar, sjálfum oss til blessunar, meðbræðrum vor-
um til leiðbeiningar og hjálpar — til þess að geta
náð því takmarki, sem vér höfum sett oss — til
þess að geta staðið uppi með góðri samvizku,
verið sterkt afl frá drotni með blessun hans yfir
oss í því verki, sem hann liefir ætlað kirkjunni
að inna af hendi hér í þessu landi, verðum vér
að vera „fastheldnir við náðarboðskapinn.“ Ann-
ars erum vér ónýtir menn og máttvana, verk vort
árangurslaust kák, sem fyrr eða síðar fer að for-
görðum og verður að engu.
Vér skulum nú með hjálp guðs við þetta há-
tíðlega tækifæri hugleiða, hve nauðsynlegt það
er að vera fastheldinn við náðarboðskapinn. I,
af því ófastheldni þar gjörir verkið að engu, og
II, af því fastheldni þar byggir upp.
I.
Jesús segir í samtali sínu við Faríseana: