Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 24
28
lagsklausa allt efnið og allt vitið í plagginu á
undan að engu. — Álíka mikið vit eða réttara
sagt óvit er í því, er kirkjunnar eigin menn á ís-
landi heimta, að kennimönnum þeirrar sömu
kirkju skuli leyft að flytja hverja þá lærdóma,
sem þeim lízt, þó að þeir sé þvert ofan í kenn-
ingarlögmálið þar og lieit það, er þeir að eigin
vild hafa að því unnið að lifa eftir því lögmáli.
Og sama óvitið yrði hjá oss, ef söfnuðir íslenzka
kirkjufélagsins hér léti presta sína óátalda, þótt
þeir kenndi þvert á móti guðs orði og þeirra eigin
trúarjátningum.
Hve fráleitt óvit þessi krafa er, að kennimenn
safnaðanna skuli hafa takmarkalaust frelsi til
að flytja hvern þann boðskap um trúmál, sem
þeim sýnist, þótt í algjöran bága komi við stefnu-
skrá þá, er söfnuðirnir hafa sjálfir sett sér, eða
trúarjátning þeirra safnaða, — það skilst flest-
um, ef ekki öllum, þá er saman við þetta er bor-
ið það, er hvervetna tíðkast manna á meðal í
stjórnmálum. Stjórnmálaflokkarnir hafa sínar
sérstöku fastákveðnu stefnuskrár, sem jafnaðar-
lega eru engu minna einskorðaðar að efni til en
hinar kirkjulegu trúarjátningar. Enginn slíkr
flokkr líðr neinum starfsmanni sínum eða er-
indsreka að halda fram kenningum, sem afneita
megin-atriðum flokksstefnunnar eða koma í al
gjöran bága við eitthvert þeirra. Og sé það gjört
í laumi, þá verðr sá, er það athœfi leyfir sér, svo
framarlega sem upp kemst, nokkurskonar vargr
í véum, eða hann fær á sig svartan blett í al-
menningsálitinu; og það getr jafnvel farið svo,
eins og fyrir Efialtes í sögunni um frelsisbar-