Áramót - 01.03.1908, Síða 97
IOI
vera, að þeir menn haldi, sem hafa þann snert af
þröngsýni, að lesa ekki málið nema frá annari
hliðinni, en skilja hina eftir. Sagan sýnir alt
annað. Það má minnast á bókina frægu um Mós-
esbækurnar eftir dr. Green, „Ameríku-guðfræð-
inginn“#), sem ‘kritíkin’ svaraði aldrei. Þó
kom sú þögn ekki til af því, að bókin hefði ekki
verið þekt af flestum fræðimönnum, og ekki af
því að dr. Green þekti ekki ‘kritíkina’, eins og
‘rannsóknarmennirnir’ komust að raun um. Við
háskólann í Berlín voru kennarar í guðfræði um
sama leyti, þeir B. Weiss og Harnaek. Harnaek
fylgir ‘ kritíkinni’, en Weiss er eindreginn mót-
stöðumaður hennar. Ekki gat það komið til af
því, að Weiss væri svo lítið kunnugur „niður-
stöðu“ ‘kritíkarinnar’. Bækur hans sýna annað.
Þeir Th. Zahn og Harnaek voru samverka-
menn í rannsóknum sínum. Annar er nú við
Erlangen-háskólann, hinn í Berlín. Báðir eru
þeir með allra frægustu lærdómsmönnum, sem nú
eru uppi á Þýzkalandi. Zahn hefir varið allri
æfi sinni til að rannsaka nýja testamentið. Það
mun enginn vera honum snjallari í þeirri grein á
Þýzkalandi. En aldrei hefir ‘kritíkin’ verið eins
sárt leikin eins og einmitt af honum.
Það er því ljóst, að þegar haft er í dylgjum,
að fáfræði einni sé um að kenna, að menn aðhyll-
ist ekki ‘kritíkina’, þá er vikið frá því rétta.
Menn skoða ekki allir biblíuna frá sjónarmiði
‘kritíkarinnar’, þótt lærðir sé. Má vera, að það
*) Svo var dr. Green um árið í fyrirlitnÍDgarskyni nefndur af
séra Jóni Helgasyni f ,, Ver'i lfósf"