Áramót - 01.03.1908, Side 18
leiðslu heilags anda í nafni drottins vors Jesú
Krists fyrir sannleik sálnhjálparinnar; enda er
sú öld í sérstaklegum skilningi öld trúarjátning-
anna. Aðal-játningarrit lútersku kirkjunnar,
Ágsborgarjátningin, er þar að sjálfsögðu fremst
í broddi fylkingar og verðr æfinlega. Á átjándu
öldinni visnaði kristindómrinn að stór-miklu
leyti og sorglega almennt upp innan kirkju vorr-
ar og víðar og víðar. En þá voru og hin kirkju-
legu hermerki í nálega öllum áttum dregin niðr
af kennimönnum safnaðanna, eða þau duttu niðr
eins og af sjálfum sér. Á síðustu öld var kristin-
dómslífið hjá kirkjulýðnum miklu heilbrigðara
og fjörugra, enda gætti trúarjátninganna þá
miklu miklu meir en á öldinni á undan. Nú vill
aftr nýr andi, sem sönnum kristindómi er and-
stœðr, ryðja sér til rúms víðsvegar um lönd kirkj-
unnar. Hann birtist í kenninga-kerfi nýju guð-
frœðinnar svo nefndu og biblíu-‘kritíkinni“, sem
eins og kunnugt er hefir lagt sálir sumra hinna
heldri klerka íslenzku kirkjunnar undir sig. Frá-
leitari trúarvillu-stefna getr naumast hugsazt.
Það er heiðindómr í kirkjulegum dularklæðum.
Ekki gjörir sá andi sér neitt verulegt far um það,
að fá trúarjátningar kristninnar afnumdar, eða
ekki opinberlega; en hann þolir þær ekki sem her-
merki, vill, að eingöngu sé á þær litið sem sögu-
lega minnisvarða, er geti verið vitnisburðir þess,
hvernig menn liafi skvnsemislega gjört sér grein
fyrir kenningum kristindómsins á ýmsum tíðum.
Eiginlega miðar allt í þeirri átt að því að láta
allt, sem sérkennilegt er við efni kristinnar trú-
ar, verða að engu. Með því að samþýða það