Áramót - 01.03.1908, Page 61
Fastheldni við náðarboðskapinn.
Prédikan, sem séra Hans B. Thorgrímsen flutti í
byrjun kirkjuþings í Selkix*k 19. Júní 1908.
Texti:
Eg þakka guði mínum í hvert sinn, sem eg
hugsa til yðar, og ávalt, í öllum mínum bænum,
bið eg með gleði fyrir yður öllum, sökum fast-
heldni yðar við náðarboðskapinn, frá hinum
fyrsta degi alt til þessa tíma (Filipp. 1, 3—5).
1 upphafi bréfsins til Filippíborgarmanna rit-
ar Páll postuli þessi orð texta vors. Hann er að
senda þeim kæra söfnuði sínum háleitt erindi. Áð-
ur en liann byrjar að skrásetja það, hrósar hann
þeim; hann lætur í ljós innilega gleði sína yfir á-
standinu í söfnuðinum. Það ástand auglýsir sig
í því, að safnaðarfólkið er „fastheldið við náðar-
boðskapinn.“ Það er aðal-atriðið í safnaðarlífi
þeirra. Því gleður postulinn sig. Hann veit, að
sú fastheldni muni verða til þess að söfnuðinum
hlotnast alt: guðs náð, allar kristilegar dygðir og
einnig alt, sem safnaðarmenn þurfa til þessa
jarðneska lífs.
Hann þekkir orð Jesú Krists: „Leitið fyrst
guðs ríkis og hans réttlætis; þá mun og alt þetta