Áramót - 01.03.1908, Side 89
93
Það er ekkert vafamál, að sá er í meira lagi bí-
ræfinn, sem kveður upp dóm, sem ekki verði á-
frýjað, ‘kritíkinni’ í vil, að svo stöddu.
Það er sjálfsagt að aðhyllast alt það, sem
vísindin leiða í ljós. En hér virðist mikill meiri
hluti ekki vera vísindi. Menn hafa reynt að fá
úrlausn á ýmsnm vafamálum , sem snerta áður-
nefndar bækur, frá því eða því sjónarmiði, sem
er í mótsögn við bækurnar sjálfar. En illa geng-
ur að komast að fastri niðurstöðu á þann hátt.
Og þegar bezt gengur, er „niðurstaðan' ‘ vafasöm.
Driver segir hreinskilnislega í bók sinni um
gamla testamentið, um „niðurstöðu“ ’kritíkar-
innar’: „Þó að sennileg rök megi tilfæra, á eina
hlið eða aðra, þá er naumast unt að koma með
mælikvarða, sem vér getum örugt reitt oss á.“
Þó er ein „niðurstaða“, sem flýtur af ‘kritík-
inni’. Saga ritningarinnar verður alt önnur við
rannsóknir ‘kritíkarinnar’. Frásögur um ein-
staka menn og atburði eru gerðar að óáreiðan-
legum þjóðsögum. Svo á að vera um Abraham,
Isak og Jakob. Sagan um syndafall og syndaflóð
eru sömuleiðis meinlausar, en ómerkar þjóðsögur.
En sumir benda á, að margt gott megi þó læra af
þeim sögum. En það má þá Hka læra margt af
kvæðinu „Ólafur reið með björgum fram“, og
hver er þá munurinn?
í fám orðum sagt er naumast unt að finna
nokkurt atriði í Mósesbókunum, sem ‘kritíkin’
hefir ekki reynt að vefengja og fella.
Auðvitað hlaut ‘kritíkin’ að yfirfara hinar
aðrar bækur gamla testamentisins.
Spádómsbók Esajasar var brátt talin vera