Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 74
78
soninn, hefir lífið; en sá, sem ekki hefir soninn,
hefir ekki lífið“ ? eða þegar hann segir: „Ef
þér lialdið stöðugt við mitt orð, þá eruð þér sann-
arlega mínir lærisveinar; þér munuð þá þekkja
sannleikann og sannleikurinn mun gjöra yður
frjálsa“ ? Trúum vér því? Sé svo, þá látum
það koma fram í orði og verki og hegðun; þá
látum hann vera aðdráttaraflið og hinn lífgefanda
kærleiksmátt, sem skapar eindrægni og heild.
Þetta býður og veitir náðarboðskapurinn.
„Hann veitir þekking og góða greind, svo vér get-
um skilið, hvað rétt er, og séum ráðvandir og
ámælislausir alt til Krists aðkomudags og ríkir
af ávöxtum kristilegrar dygðar guði til lofs og
dýrðar.‘ ‘
Svona getur Páll talað, — Páll, sem skömmu
áður hafði hatað náðarboðskapinn og Jesúm frá
Nazaret af insta hjartans grunni. Hugsum um
það.
Vér erum ekki óþjálla eða óhæfilegra efni
en sá fornaldarmaður var eða hinir fyrstu söfn-
uðir, sem mynduðust fyrir orð þessa sama
manns — Páls; eða skríllinn í Jerúsalem og
Rómaborg, sem krossfesti guðs son og ofsókti út
í aauðann alla hina trúuðu lærisveina hans. Úr
þeim skríl skóp drottinn „samfélag heilagra.“
Þvílíkt kraftaverk framkvæmir hann með náð-
arboðskap sínum. Þar sem kristnir menn eru,
er það hann eða andi guðs eða Jesús Kristur,
sem í honum er, sem liefir gjört þetta krafta-
verk, að kristnir menn eru til. Því kristnir
menn eru kraftaverk drottins. Þegar vér höld-
um fast við efni trúarinnar, þá er guð að fram-