Áramót - 01.03.1908, Síða 8
12
gangandi ferðar sinnar stígur í bát með þeim,
sem róa sig áfram, vitna þeir það allir í bátnum,
að nú sé hann „víðsvnn maður“, „frábærlega vel
mentaður1 ‘. En kveðjurnar úr landi verða nokk-
uð á annan veg.
Þegar eg liefi verið að virða þetta ástand
fyrir mér, eins og það er ljósmyndað í íslenzku
blöðunum og ritdómunum, dettur mér ávalt í hug
myndin hans Einars Hjörleifssonar af „Vinun-
um“, sem „dreymdi báða um eitt ljómandi land,
sem var lengst út í reginsævi“. Annar þeirra sá
þar í draumnum „afar há fjöll“, en hinn eygði
þar „skínandi völl“. Um þetta deildu þeir ákaf-
lega, „og hvorum fanst þverbrotin liins vera
lund cg liugur frá góðu snúinn“. Út af þéssum
agreiningi um það, hvort á hugsjónarlandi væri
að ræða um afar há fjöll eða skínandi völl, „slitn-
aði elskunnar bráðstökka band‘ ‘ og vinirnir urðu
óvinir.
Þetta hefir mér ávalt fundist átakanleg
harmsaga. En harmsagan þessi er alt af að ger-
ast í okkar fámenna hópi beggja megin hafsins.
Auðvitað á oss að þykja vænt um draumana
vora. Hugsjónir vorar eiga að vera oss helgar.
Fyrir sannfæringu vorri eigum vér að berjast af
öllum mætti. Flokka eigum vér að mynda, öfl-
ug samtök gera til að koma áformum vorum í
framkvæmd. Það er eina lífið, sem frjálsum
manni er bjóðandi. En þá vinnum vér málstað
vorum mest tjón, er vér látum dómgirni vora um
mótstöðumennina bera sanngirnina ofurliða. Sá
skal bezt sjá málstað sínum borgið, sem sann-