Áramót - 01.03.1908, Síða 86
90
En það er margt á móti því, að hún geti verið
fullnaðar-úrlausn. Vandaspurningar koma í ljós
hver á fætur annarri. En menn kváðu upp fulln-
aðardóma svo hispurslaust, að þeim, sem vildii
rannsaka ítarlega, var nóg boðið. Þeim þótti
‘kritíkin’ herská og flaustursleg, og þeir sögðu
með Kautzch, að fyrst þyrfti betur að rannsaka,
þar sem menn væru ekki sammála um neitt nema
P ritið. En ‘kritíkin’ hefir aldrei þolinmóð verið,
og fór sinn veg. Frá þeim tíma hefir borið einna
mest á „þversögli og missögli“ hjá ‘kritíkinni’.
P ritið átti að hafa orðið til einhvern tíma á
sex hundruð ára tímabili; frá tólftu til sjöttu ald-
ar f. Kr. Samt greindi menn á um það hvenær á
þeim tíma það hafi verið fært í letur. Þá eru J
og E ritin. Staðhæft var, að þau hafi orðið til
eftir skifting ríkisins. E átti að hafa verið í
Israelsríki, en J í Júdaríki. En þá komu aðrir
rannsóknarmenn jafn-snjallir fram og sögðu, að
J hefði líka verið í Júdaríki. Hvoratveggja þá
niðurstöðu töldu hvorir um sig óyggjandi. En
ekkert finst í ritunum sjálfum, sem bendir á
skifting ríkisins, og verður ekki séð, að annað
ríkið sé miklað fram yfir hitt. En á því var nið-
urstaðan bygð.
Þá halda sumir, að J sé fyrst til orðið; aðrir
telja víst, að E sé fyrst til orðið.
Þegar sameining ritanna var rannsökuð, hélt
‘kritíkin’ fvrst, að P ritið hefði orðið til á undan
hinum ritunum. J og E hefði verið bætt við
seinna. En brátt var horfið frá þeirri skoðun.
Varð niðurstaðan sú, að J og E hefðu fvrst verið
rituð, en P bætt við einhvern tíma síðar. En er-