Áramót - 01.03.1908, Side 92
Þetta sé því þjóðsaga ein og Napoleon hafi aldr-
ei verið til. 1 tólftu útgáfunni af bókinni var við-
bætir, sem sýndi fram á, að Moskva hafi aldrei
brend verið. Þar var ‘kritíkin’ upp máluð.
Hugsum oss, að einhvern t-íma fyndust leif-
ar af nútíðar-bókmentunum íslenzku. Þá yrðu
efalaust fleiri höfundar að kvæði Grröndals „Gam-
an og alvara“. Hvar yrði „Heljarslóðarorusta“
talin eftir orðfærinu? Engum dytti í hug, að
að höfundurinn, sem orkti „Ó, guð vors lands“,
„Snorra víg“ og mörg fleiri óviðjafnanleg kvæði,
hafi líka skrifaÖ „Cliieago-för mín“. Engum
dytti í hug, að sami höfundur hafi skrifað ljóðin,
sem kend eru við Jónas Hallgrímsson — eins og
‘kritíkin’ myndi að orði komast — og sá, sem
„Salthólmsferð“ er eftir. Engum dytti í hug, að
sami höfundurinn hafi fengið hjá öðrum þessa
gullfögru stöku í kvæðinu „fsland“ :
„Landið var fagurt og frítt, og fannhvítir
jöklanna tindar;
himininn heiður og blár; hafið var skín-
andi bjart.“
Það þarf ekki að fara langt til að komast að
raun um, að hver hók, sem vera skal, hlýtur að
sökkva dýpra og dýpra, ef hærri ‘kritíkin’ í sín-
um algleymingi ræður þar úrskurði.
EÖlilega rís ujip spurning um trúarlega af
stöðu þeirra manna, sem verið hafa leiðtogar
annara í ‘kritíkinni’. Það liefir þó nokkra þýð-
ing, hvort þeir eru vinir eða óvinir.
Æði-mikill munur var á því, hvort Einar
Hjörleifsson eða Georg Brandes ritaÖi um frelsi
fslendinga. Einar talaði af áhuga um bað;