Áramót - 01.03.1908, Side 13
i7
þeir eru að herjast, hver um sig og þeir allir sam-
eiginlega. Þeir þurfa að gjöra sér þetta vel ljóst
sjálfir, en þeir verða líka að búa svo um hnúta,
að það geti ekki heldr dulizt samtíðarfólkinu fyr-
ir utan kirkjuna eða hinn kristna söfnuð. Og
það gjöra kristnir menn einmitt, og hafa gjört á
öllum öldum kirkjusögunnar, með trúarjátning-
unum.
Þá er vér segjum, að hinar kirkjulegu trúar-
játningar sé hermerki, er vert að minnast þess,
að eftir að Jesús í ávarpi sínu til postulanna hef-
ir sýnt þeim fram á, hve miklu máli það skifti að
kannast við hann fyrir mönnum, eða játa opin-
herlega trú á hann, kemr hann tafarlaust með
þessa yfirlýsing: „Ætlið ekki, að af minni komu
muni friðr standa á jörðu; ekki mun hún friði
valda, heldr styrjöldum." Og enn fremr segir
hann: „Af henni mun koma ósamlyndi milli föð-
ur og sonar, dóttur og móður, sonarkonu og móð-
ur manns hennar; og húsbóndans heimamenn
munu hans óvinir vera.“ Og enn fremr: „Hver
sem elskar föður eða móður meir en mig, hann er
mín ekki verðr, og hver sem elskar son eða dótt-
ur meir en mig, sá er mín ekki verðr; og hver sem
ekki tekr sinn kross og fylgir mér eftir, hann er
mín ekki verðr. Hver sem hyggst að forða lífi
sínu, mun því týna, en hver sem týnir því fyrir
mína skuld, mun fá því borgið“ (Matt. 10, 34—
39). Ekki er unnt með sterkari orðum en þeim,
er hér eru við höfð, að gjöra það öllum kunnugt,
að hin kristilega trúarjátning er hermerki og
herhvöt. Með því tákni eða þeirri veifu, sem
trúarjátningin er, eru lærisveinar lausnarans all-