Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 116
120
Af því að þú liefir séð mig, liefir þú trúað“ (Jóh.
20, 28.-29.). Hann segist vera föðurnum jafn og
liin fullkomna opinberun hans; „Sá, sem hefir
séð mig, hefir séð föðurinn“ (Jóh. 14, 9.).
Hann segist hafa þann guðlega rétt, að mega
fyrirgefa syndir. 1 því efni nægir að vísa til
scgunnar um lama manninn, se.n var færðu til
hans í Kapernaum; hann segir við hann: „Son-
ur, syndir þínar eru fyrirgefnar‘ ‘; og þegar
nokkrir af fræðimönnunum, sem voru þar við-
staddir, hneyksluðust á því, að liann tæki sér
slíkt vald, þá sannar hann fyrir þeim, að hann
hafi vald til að fyrirgefa syndir, með því að
lækna manninn fyrir augum þeirra með orði sínu
(Matt. 9, 1.-8.).
Enn fremur segir hann um sjálfan sig það,
sem enginn gat sagt, sem ekki var meira en mað-
ur, eins og t. d.: „Eg er upprisan og lífið, sá
sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“ (Jóh.
11, 25.); „Eg er vegurinn og sannleikurinn og
lífið, enginn kemur til föðursins nema fyrir
mig“ (Jóh. 14, 6.). Og hann heimtar svo skilyrð-
islausa hlýðni og hollustu af lærisveinum sínum,
að hann segir: „Hver sem ann föður eða móður
meira en mér, er mín ekki ve^ður, og hver, sem
ann syni eða dóttur meira en mér, er mín ekki
verÖur. Og hver, sem ekki tekur sinn kross og
fylgir mér eftir, er mín ekki verður. Hver sem
finnur líf sitt, mun týna því, en hver, sem hef-
ir týnt lífi sínu mín vegna, mun finna það“ (Matt.
10,',38.-39.).
Og loks segist hann eiga að dæma heiminn.
„En er mannsins sonur kemur í dýrð sinni og