Áramót - 01.03.1908, Qupperneq 146
*5o
skemtun. Kvenfélag safnaðarins liélt þinginu
veizlu í Groodtemplaralmsinu eitt kveldið, og var
þar skemt með ræðum yfir borðum.
# * #
1 minnum mun kirkjuþing þetta lengi haft
verða fyrir margar sakir, en ekki sízt fyrir þá
sök, að á þinginu sýndi það sig ljóslega, að fé-
lagsböndin eru orðin afar sterk, svo sterk, að þau
þola, þótt á þau reyni skoðanamunur og ágrein-
ingur um meðferð mála. Aldrei liefir alvarlegra
kirkjuþing verið haldið meðal Islendinga. Og
aldrei hefir það komið betur í ljós en nú, að menn
kunna að fara með skoðanir sínar. Með stillingu
og gætni ræddu menn málin, en þó af fullri ein-
urð. Sá félagslegi þroski, sem sýndi sig á þessu
þingi, spáir framtíðinni miklu og góðu. Þó er sú
ánægjan mest, að svo lauk hinum stærri málum
öllum, að kalla má að allir væri um þau samhuga
og samþyktir voru gerðar í einu hljóði.
# # #
Minnisstætt mun kirkjuþing þetta verða ekki
sízt fyrir þá sök, að þá vék úr forsæti félagsins,
að eigin vild, sá maðurinn, sem frá upphafi hefir
með heiðri öndvegið skipað. Alt líf og starf kirkju-
félagsins, baráttu þess og sigurvinningar frá upp-
hafi vegar, er svo náknýtt við séra Jón Bjarna-
son persónulega, að annars verður ekki getið án
hins. Lotningarfull aðdáun og lofgróið þakklæti
fvllir sérlivert brjóst, er til hans er hugsað og
afreksverka hans. Þess biðja allir guð, að hans
mætti kirkjufélagið enn lengi njóta og föðurlegr
ar umhyggju hans. Þess mun enginn heitar biðja
en hann, sem kjörinn var til að taka við embætt-