Áramót - 01.03.1908, Side 57
6i
þá fyrst erum vér þeim megin í þessu máli, sem
rétt er, er vér samvizkusamlega framfylgjum
megin-hugsun tíundar-lögmálsins. 1 þessu efni er
ekkert annað fullnægjanda en það, að vér gefum
tíunda partinn af öllum arði vorum. Ekki ber
nein nauðsyn til, að þetta sé hnitmiðað við ein-
hverja sérstaka félagsstofnun, því að eg liefi það
fyrir satt, að gefandi geti að meira eða minna
leyti skift þeim hluta í sundur eftir því, sem hon-
um virðist heppilegast og samvizka hans segir
til.
Hvað hefi eg fyrir mér í því, að tíundar-
lögmálið hafi aldrei með öllu verið af numið?
Án þess að fara út í smámuni í því máli vil eg
segja, að eg trúi þessu sökum þess eg sé, að tí-
undar-fyrirkomulagið er skynsamlegt, sann-
gjarnt og réttlátt, og ekki svo lagað, að með því
sé of hart að mönnum gengið. Önnur ástæða mín
er sú, og hún vegur miklu meira, að Kristur gef-
ur hvergi í öllum kenningum sínum í skyn, að
það lögmál sé dáið út eða eigi að líða undir lok.
Ummæli hans um það voru svo, að af þeim mátti
sjá, að hann kannast við það, en andæfti því
aldrei, og vér höfum góða ástæðu fyrir því, að
hann hafi verið því samþykkur.
Hafi ekki verið til þess ætlast, að tíundar-
fyrirkomulagið skyldi ná til nýja testamentis tíð-
arinnar, þá má spyrja, hvernig því víki við, að
einhverjar sterkustu áminningarnar í þá átt, sem
koma fyrir í allri biblíunni, eru lagðar í munn
seinasta spámanninum í gamla testamentinu.
Hafi það átt að ganga úr gildi, hví þá að gera svo
mikið úr því í hinni dýrmætu bók, sem svo að