Áramót - 01.03.1908, Page 121
125
En svo komu upp nokkru seinna miklar deilur
út af því, hvort eðli hans væri guðlegt eingöngu,
eða bæði guðlegt og mannlegt, og varð hin síðar-
nefnda skoðun ofan á á kirkjuþinginu í Kalke-
don árið 451, þó að all-mikill skoðanamunur væri
áfram um það efni innan austurlanda kirkjunn-
ar einar tvær aldir eftir það. A þann grundvöll,
sem þar var fenginn, hefir síðan verið bygt;
menn hafa alt af síðan verið að leitast við að
skilja, hvernig afstöðu hins guðlega eðlis hans
og hins mannlega væri varið.
A 16. öldinni hugsuðu lútersku guðfræðing-
arnir mikið um það mál, en ekki gátu menn samt
orðið ánægðir með þá niðurstöðu, sem þeir kom-
ust að, og svo fóru aðrir að reyna að gjöra bet-
ur. Meðal þeirra var Gr. Thomasius, guðfræð-
ingur í Erlangen, einn af hinum merkustu guð-
fræðingum lútersku kirkjunnar á síðari tímum;
hann setti fram, laust fyrir miðja síðastliðna
öld, kenningu sína um þetta efni; sú kenning
tekur að ýmsu leyti fram binum eldri kenning-
um, en á henni hafa samt þótt vera þeir ann-
markar að ekki sé viðunandi.
Eg hefi tekið þetta fram að eins til þess að
benda á, að þetta mál, sem hér er um að ræða,
er ekki neitt nvtt mál, heldur liefir kirkjan þvert
á móti verið að velta því fyrir sér meiri part-
inn af þeim tíma, sem hún hefir verið til. Það
hefði verið fróðlegt að segja frá kenningum, sem
myndast hafa, og sýna fram á, hvernig hugsan-
ir vitrustu og guðhræddustu manna kirkjunnar
um þetta gamla umhugsunarefni hafa smámsam-
an verið að skýrast. En það hefði orðið of lanvt