Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 126
Faðir minn, ef þessi bikar getur ekki farið fram
hjá, án þess eg drekki hann, þá verði þinn vilji“
(Matt. 26, 39.-42.).
Og þegar vér hugsum um bænarlíf hans, þá
kemur fram í því bæði hið guðlega og mannlega
eðli hans. Enginn efi er á því, að hann hefir
átt bænarstundir, þegar hann naut liins sæla
samfélags síns við föðurinn, eins og hvíldist í
faðmi lians, eins og t. d. á ummyndunarfjallinu.
En hann hefir líka í sambandi við köllunarverk
sitt átt bænarstundir, þegar hann var að leita
andans skilnings á vilja föðursins og styrks til
þess að framkvæma hann; þess vegna lesum vér
í Hebreabréfinu orð eins og þessi: „Hann, sem
á dögum holds síns bar fram með sárum kvein-
stöfum og táraföllum bænir og auðmjúk andvörp
fyrir þann, sem megnaði að frelsa hann frá
dauða, og fékk þá bænheyrslu, að leysast úr
angist sinni“ (Hebr. 5, 7.).
Allan holdsvistartímann er hann háður tak
mörkum manneðlis síns. En við upprisuna lief
ir liann tekið aftur guðdómsdýrðina, sem liann
afklæddist áður, og er eftir það óliáður allri
mannlegri takmörkun. Og nú er hann í dýrðinni
við föðursins hægri hlið, og þó hjá hverjum ein-
asta lærisveini sínum, þó að augu líkamans sjái
liann ekki, til þess að lijálpa honum í lífsbarátt-
unni með guðlegri náð sinni og guðleguum krafti,
samkvæmt því fyrirheiti, sem hann gaf þeim,
sem með honum voru á holdsvistardögunum
skömmu fyrir liimnaför sína: „Og sjá, eg er
með yður alla daga alt til enda veraldarinnar“
(Matt. 28,20.).