Áramót - 01.03.1908, Side 77
8i
völlur vor að vera, og þar hið sameiginlega
„prinsíp“.
Postularnir voru næsta ólíkir alveg eins og
vér, en þeir höfðu einn grundvöll, einn leiðtoga.
Einkum mun guð heimta af oss kennimönn-
unum í kirkjunni, að vér séum fastheldnir við
náðarboðskapinn. Vér höfum tekið við embætti
orðsins og höfum heitið því að reynast trúir í
embrttisfærslu vorri.
Kristna fólkið, hinir trúuðu í söfnuðum vorum
c g hinir „kvrrlátu í landinu“ krefjast þess einnig,
að vér séum fastheldnir við kristindómsorðið,
en hneykslast, ef vér erum það ekki. Fólk safn-
aðanna bíður stórtjón, ef vér ekki erum þar fast-
heldnir. Vér prestar, sem settir erum til að
boða guðs orð, verðum stöðugt að hugsa um,
hvað guð heimtar af oss, og hvað guðs fólk
heimtar af oss, og láta svo anda náðarboðskap-
ar Jesú Krists tala í oss, svo vér tölum sem einn
maður og þjónum guði og fólki hans í anda og
sannleika, samkvæmt raust hins heilaga anda
náðarboðskaparins.
Þetta eru skilyrðin fyrir því, að sú heild,
sem nefnist kristileg kirkja og sameining heil-
agra, sé til hér á jörðu, og sömu skilyrði gilda
þá að sjálfsögðu hér meðal vor. Ef vér viljum
vita af slíkri kirkju hjá löndum vorum hér, þá
verðum vér að starfa í eining andans og bandi
friðarins „á grundvelli guðs orðs“. Annars
verður sú kirkja ekki meðal vor, — að minsta
kosti ekki fyrir það, að vér erum að starfa. Hitt
gæti þvert á móti komið fyrir, að drottinn kæmi
bráðum og krefði oss t>’ reikningsskapar um